Barnaball Siglfirðingafélagsins var haldið á tilsettum tíma í gær

Miðvikudagur 28. desember 2005  -- Fréttavefurinn Lífið á Sigló

Ég mátti til með að senda þér fréttir og myndir af okkur brottfluttu Siglfirðingunum, en ég fór árlegt jólaball Siglfirðingafélagsins í dag.  26. des
Ballið var haldið í sal KFUM og K við Holtaveg og mættu fleiri í ár en í fyrra og hefur farið fjölgandi ár frá ári.

Mættu rétt tæplega 200 manns og var mikið líf og fjör, enda gaman þegar Siglfirðingar koma saman eins og allir vita. Gunnar K. Sigurjónsson og Þuríður Pálsdóttir sungu og spiluðu við góðar undirtektir og ekki var verra þegar Gáttaþefur mætti á svæðið, enda margir stubbar sem biðu komu jólasveinsins.

Veitingarnar voru ekki af verri endanum og sáu þær Konný Agnars (Agga Þórs), Hulda Sigtryggs (Sigtryggs og Pálínu Gústa), Jónína Hafdís (Kidda Rögg) og Þórunn Helga konan hans Eriks Páls um að framleiða vöfflur og aðrar veitingar að jólaballssið. Sem sagt alveg frábært jólaball og náði ég ekki að spjalla við eins marga og ég vildi því ung dóttir mín hélt mér á hlaupum allt ballið, en ég ræði bara við þá á næsta Siglfirðingaballi eða á Sigló um verslunarmannahelgina.
kveðja úr Mosfellsbænum, Herdís Sigurjónsdóttir (Budda og Ásdísar)

Ég þekki ekki alla á þessum myndum og hef sjálfsagt sent einhverjar tvisvar, en þarna er a.m.k. vöfflunefndin og eins við mæðgur líka eftir að hún dóttir mín Sædís Erla hafði fengið nammið...alsæl
kveðja, Herdís  ----  
e.s. hann Gunnar Atlason (hennar Konnýar) tók myndirnar því ég var svo óheppin að gleyma myndavélinni minni heima.