Listrænar ljósmyndir: Reynir Þorgrímsson

Laugardagur 31. desember 2005 --  Fréttavefurinn Lífið á Sigló  

Listrænar ljósmyndir:  Reynir Þorgrímsson, sonur Þorgríms og Ingibjargar (Túngötu 1 hér forðum) hefur stundað listræna ljósmyndun. Ég fékk hjá honum nokkrar myndir til að kynna þetta áhugmál hans. -- Hann hefur haldið þrjár sýningar á þessu ári. Hann stækkar myndirnar upp í 50 x 65 sentímetra og setur þær síðan á striga og með blindramma, þá verða þær eins og fallegustu málverk.
Myndirnar hafa vakið mikla athygli og hann fyrirhugar að halda nokkrar sýningar á komandi ári. Sýnishorn af myndum hans er að finna hér fyrir neðan.