Tengt Siglufirði
Miðvikudagur 28. desember 2005 -- Fréttavefurinn Lífið á Sigló
Minningarmót um
Benedikt Sigurjónsson var haldið á Bíó Café í gærkveldi. Bridgefélag Siglufjarðar hóf á milli jóla og nýárs á síðasta
ári fyrsta mótið til minningar um sinn ötula bridgefélaga sem lést fyrir um tveim árum. Ætlunin er að gera slíkt ár hvert.
Að venju voru Skagfirðingar fjölmennir, en Benedikt
var Skagfirðingur að uppruna.
Ég tók nokkrar myndir í gærkveldi sem eru hér fyrir neðan.