Mummi, félagar og gestir 2006

Sunnudagur 1. janúar 2006 -- Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

Síðbúin "litlu jól" hélt Mummi vinnufélögum sínum,  gestum og gangandi rétt fyrir hádegið á gamlársdag. Þar voru léttar veitingar á boðstólnum sem menn áttu auðvelt með að torga því gómsætt var það - Ekta Siglfirskir síldarréttir með hákarl, harðfisk og nóg að drekka.  ---  

Og þá er það ekki síður fréttnæmt að Norðurfrakt ehf og Flutningadeild Árna Helgasonar ehf í Ólafsfirði sameinuðust undir merkjum Norðurfraktar ehf þann 1. desember síðastliðinn ----  Í dag er Norðurfrakt ehf með 10 stóra flutninga og gámabíla í sínum rekstri auk sendibíla og lyftara og annarra hjálpartækja til að sinna viðskiptavinum sínum sem allra berst. -- 

Hjá Norðurfrakt ehf starfa um 20.manns flestir þó á Siglufirði og Ólafsfirði en við erum með afgreiðslur á Siglufirði Ólafsfirði og Dalvík. Að auki erum við með umboðsmenn á Hofsós Árskóssandi Hrísey og Grímsey .

Norðurfrakt er með daglegar ferðir á alla þessa staði með dagleg tengsl við áætlanir til og frá  Reykjavík og Akureyri. -- Með þessari sameiningu er horft á að með tilkomu Héðinsfjarðargangnanna verði Eyjafjarðarsvæðið eitt atvinnu og þjónustusvæði. - Framkvæmdastjóri Norðurfraktar er og verður Ásmundur Einarsson.  Myndasyrpa hér fyrir neðan.