Það þarf að gera meira varðandi það að koma á loft flugeldasýningu

Sunnudagur 1. janúar 2006  -- Fréttavefurinn Lífið á Sigló

Það þarf að gera meira varðandi það að koma á loft flugeldasýningu, heldur en að læðast að þeim með eldspýtur eins og gert var hér á árum áður.

Nú eru fjöldaskot flugelda sem og flugeldasýningar stranglega bannaðar nema viðkomandi aðilar hafi með í ráðum og stjórn verksins, mann sem til þess hefur notið þjálfun og réttindi. Nú kostar það þessa sjálfboðaliða sem að þessu vinna margra daga undirbúningsvinnu áður en til "skotbardagans" kemur, sem þá er tiltölulega einfalt og hættulaust sé farið að settum reglum.

Nú þarf ekki að eiga á hættu (þegar allir eru hættir að reykja !) að enginn hafi munað eftir að taka með sér eldspýtur, því nú er aðeins stutt á takka, og viðkomandi sprengjugarpar geta gefið sér tíma til að sjá þá fegurð sem þeir framkvæma.
Ég leit við hjá þessum duglegu drengjum í gær þegar þeir voru að vinna við undirbúning.