Borgarfundur um sameiningu sveitarfélaganna Siglufjörð og Ólafsfjörð Bíó Café - 17 janúar 2006

Miðvikudagur 18. janúar 2006 -- Fréttavefurinn Lífið á Sigló

Borgarafundur var haldinn á Bíó Café í gærkvöld til kynningar á sameiningarmálum varðandi Ólafsfjörð og Siglufjörð. - Fundurinn var nokkuð fjölmennur, fróðlegur og málefnalegur.

Enginn af þeim sem til máls tóku virtist á móti sameiningu sveitarfélaganna, heldur þvert á móti. Ein mjög athygliverð hugmynd kom fram  á fundinum að mér fannst, en það var Jón Dýrfjörð sem kom með þá hugmynd og vinur vor Jonni tann tók undir, að við kosningar væntanlegrar sveitastjórnar nýs byggðarkjarna, mundi öllum flokkadráttum kastað fyrir róða, og kosið um menn en ekki flokka.

Það gefur auga leið að tildæmis á Siglufirði, gæti núverandi nafn í pólitíkinni; "Siglufjarðarlistinn" ekki komið fram. Listi með slíku nafni mundi ekki fá mörg atkvæði, hvorki á Siglufjarðar, né Ólafsfjarðasvæðinu.  
Myndir frá fundinum eru hér fyrir neðan.