Fyrsti fundur ársins hjá Félagi eldri borgara. 22. janúar 2006

Mánudagur 23. janúar 2006  -- Fréttavefurinn Lífið á Sigló

Fyrsti fundur í Félagi eldri borgara á Siglufirði og í Fljótum var haldinn í gær.

Þar var til umfjöllunar: Almenn fundarstörf - Tillögur um nýja stjórn - Önnur mál - Runólfur Birgisson mætti á fundinn og sagði frá stöðu mála varðandi sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar 

Danshópur kom í heimsókn - Skálarhlíðarkórinn söng undir stjórn Sigurjóns Steinssonar og ekki má gleyma kaffinu og öllu meðlætinu sem ávalt fylgir.  Kona mín mætti þar galvösk með myndavélina sína og tók myndir, sem koma í ljós hér neðar

Ljósmyndir Guðný Óska Friðriksdóttir