Sólarpönnukökur Sjálfsbjargar 2006

östudagur 27. janúar 2006 --  Fréttavefurinn Lífið á Sigló

Sjálfsbjörg - Sólarpönnukökur voru bakaðar og seldar í dag eins og venjulega í tilefni af "sólarkomunni" - fyrsta deginum sem sólin sést niðri í byggð á Siglufirði, það er þegar heiðskírt er.

Þetta er þó hálfgert þjófstart, því "sólardagurinn" er ekki fyrr en á morgun, en þar sem vinnustaðirnir eru aðal viðskiptavinir Sjálfsbjargar um þetta leiti og helgi framundan, þá fór salan og pönnukökuátið fram í dag föstudag og var víða vel til þess tekið.

Og klukkutíma síðar......... þegar ég heimsótti tvo vinnustaði og belgdi í mig kaffi og pönnukökum ásamt fyrrverandi vinnufélögum og fleirum !   Myndir hér neðar.