Sparisjóðurinn gefur Síldarminjasafninu fimm milljónir. 31. janúar 2006

Miðvikudagur 1. febrúar 2006  -- Fréttavefurinn Lífið á Sigló

Í gær fór fram athöfn í fundarsal Bátahússins þar sem forráðamenn Sparisjóðs Siglufjarðar afhentu Síldarminjasafninu 5 milljónir króna að gjöf, en það voru þeir Ólafur Marteinsson stjórnarformaður og Ólafur Jónsson, sparisjóðsstjóri. Þar voru og stjórnarmenn F.Á.U.M. og fréttamenn. -- Í gjafabréfi segir m.a. að gjöfin sé viðurkenning fyrir ómetanlegt starf við að varðveita sögu síldaráranna og Siglufjarðar.

Aðspurður um það hvað gera ætti við þessa miklu peninga sagði Örlygur safnstjóri að þeir yrðu notaðir til að greiða niður skuldir safnsins. Mikill skuldabaggi hvíldi enn á safninu eftir uppbyggingu síðustu ára en nú sæju menn fram á að honum verði að mestu létt af eftir tvö ár.

Á myndinni eru: Örlygur Kristfinnsson safnstjóri - Ólafur Marteinsson stjórnarformaður Sparisjóðs Siglufjarðar - Ólafur Jónsson Sparisjóðsstjóri og Hafþór Rósmundsson Stjórnarformaður Síldarminjasafnsins.  --  F.Á.U.M. = Félag áhugamanna um minjar.
Nokkrar myndir frá afhendingunni   >>