Á skíðum í Skarðdal sunnudaginn 12. febrúar 2006 Ljósmyndir: Aðalsteinn Þ Arnarsson

Mánudagur 13. febrúar 2006 -- Fréttavefurinn Lífið á Sigló

Ennþá var flott skíðafæri í Skarðdal í gær og Alli er bæði duglegur á skíðum og að senda mér myndir. Þó nokkuð var um að vera í skarðinu í gær, æfingahópur frá Reykjarvik og hópur á vegum SÁÁ. ásamt fullt af Siglfirðingum. 

Mig langar að hrósa þeim sem sjá um skíðasvæðið þar er mikill metnaður og svæðið mjög vel unnið. ---  Lagðar eru troðnar brautir út frá hefðbundnu svæði og einnig er hugsað um ört stækkandi hóp þ.e. brettafólk, eins og sjá má á myndunum: þrautapallar ( stökkpallar ).    Alli A.


Það mættu fleiri senda mér myndir og stutta frásögn varðandi atburði sem tengjast Siglfirðingum hér heima sem annarsstaðar.       Hérna er syrpan hans Alla (2) >>>