Tengt Siglufirði
Föstudagur 17. febrúar 2006 -- Fréttavefurinn Lífið á Sigló
Eins og getið var um fyrr í dag ætluðu Vegagerðarmenn að leggja land undir fót og skreppa til Siglufjarðar með fríðu föruneyti, það er hóp verktaka sem boðið hafa í gerð Héðinsfjarðarganga, til að skoða vettvang væntanlegs vinnusvæðis Siglufjarðarmegin. Þeir borðuðu síðbúinn "hádegisverð" á Bíó Café um klukkan 14:30.
Þarna voru í hópnum erlendir fulltrúar verktaka, sem og Íslenskir -en engir Kínverjar að þessu sinni ---- Smá myndasyrpa hérna