Tengt Siglufirði
Miðvikudagur 22. febrúar 2006 -- Fréttavefurinn Lífið á Sigló
Kynningarfundur um ferðamál fór fram á Bíó Café í gærkveldi.
Þar höfðu framsögu fulltrúar hagsmuna aðila ferðamála á Norðurlandi. Þetta var fróðlegur fundur um fjölbreytt mál sem varða almenna ferðaþjónustu, um uppbyggingu ferðaþjónustu, miðlun fræðslu til þeirra sem að ferðaþjónustu koma og áhuga hafa á að takast á við verkefnið í framtíðinni, því síðarnefnda fannst mér sérlega fróðlegt erindi um starf Háskólans að Hólum í Hjaltadal, hvað fræðslu um ferðamál snertir, sem skólinn sinnir.
Þá var fundarmönnum boðið að spyrja frummælendur út í þau erindi sem þeir höfðu fram að færa. Myndir af frummælendum og þeim sem til máls tóku, eru hérna fyrir neðan.