SRingar á faraldsfæti - Reykjanesvirkjun í febrúar 2006 - Sighvatur Ó Elefsen

Þriðjudagur 28. febrúar 2006 -- Fréttavefurinn Lífið á Sigló

Aðsent:  Nú er hafinn endaspretturinn við byggingu Reykjanesvirkjunar. ---

Aðalverktaki við vélbúnað er Véla og skipaþjónustan Framtak í Hafnarfirði. Framtak hefur nú á lokasprettinum bætt við all mörgum mönnum þar á meðal 4 Siglfirðingum frá SR-Vélaverkstæði.

Þeir hafa unnið við frágang á holutoppum í blíðunni á Reykjanesi. -- Kapparnir heita Jónas Halldórsson, Arnar Ólafsson, Hans Ragnarsson og Ingvar Erlingsson.-- Eins og sjá má á einni myndinni þarf að hugsa mikið við þessa framkvæmd – þannig að rýkur úr sumum S.Ó.E.  >>