Tengt Siglufirði
Fimmtudagur 2. mars 2006 -- Fréttavefurinn Lífið á Sigló
Þeir sem áttu leið um bæinn í gær eftir hádegið og svo auðvitað starfsmenn fyrirtækja, komust ekki hjá því að vita af því að það var Öskudagur.
Bærinn var yfirfullur af krökkum í allskonar skrautbúningum. Það var sama hvet var litið allstaðar báru þau fyrir augun.
Ég elti meðal annar þrjú þeirra inn í Íslandsbanka og þar sungu þau fyrir starfsfólkið, - ekki bláalvarlegt fólk með alvörusvip samkvæmt ímynd peningavaldsins, heldur broshýrt starfsfólk, gjaldkerar sem aðrir og tóku þessir starfsmenn sannarlega þátt í gleði barnanna og skreyttu sig í samræmi við daginn. Þær myndir og fleiri sjáið þið með því að smella á >>
En á þessari mynd hér sést einnig óvænt myndefni, sjálfur ljósmyndarinn að vanda sig. Stúlkurnar heita Katrín -Sara og María.