Bátasmíði - SiglufjarðarSeigur ehf. 4. mars 2006

Sunnudagur 5. mars 2006:>  Fréttavefurinn Lífið á Sigló

Í gær eftir hádegið byrjuðu þeir hjá Siglufjarðar Seiglu að dæla plastefnablöndu í mótið sem þeir hafa verið að undirbúa vegna bátasmíði.

Notuð er aðferð sem þeir frá Sig hf eru brautryðjendur í hvað bátasmíði varðar, en er nú nær eingöngu notuð við flugvélasmíði erlendis.  Dælingin í mótið tók um 4 tíma.