Skíðasvæðið í Skarðdal 10. mars 2006

Sunnudagur 12. mars 2006:> Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

Skíðaparadís í Siglufirði og Bikarmót S.K.Í. í flokki 13 - 14 ára var haldið í Skarðdal í gær, við bestu fáanlegu aðstæður á landinu, sól með köflum, léttur sunnan andvari og hiti aðeins ofan við frostmark í fjallinu.

Ég skrapp í fjallið, (ekki á skíðum) fékk far með snjótroðara um svæðið og tók slatta af myndum.
Nú er svo komið að þetta skíðasvæði er farið að nálgast það að vera ekki lengur best varðveitta leyndarmálið á Íslandi, þar sem heimsóknum aðkomufólks fer sífjölgandi, en fljótt flýgur "fiskisagan." Myndasería frá heimsókn minni í gær, er hér fyrir neðan.