Þær hlutu viðurkenningu fyrir dugnað og þolinmæði - og þjálfarinn líka.

Miðvikudagur 29. mars 2006:> Fréttavefurinn Lífið á Sigló  

Stelpunum í 3. flokki kvenna og þjálfara þeirra veitt viðurkenning.

3. flokkur kvenna hefur haldið hópinn frá því að þær byrjuðu að æfa fótbolta og hafa þær lengstum verið með besta liðið á Norðurlandi.

Síðasta haust kepptu þær til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn og höfnuðu þær í 2. sæti.

Þær léku einnig til úrslita á Íslandsmóti innanhúss og höfnuðu þær í 4. sæti.

Af þessu tilefni hafa eftirtalin fyrirtæki tekið sig saman og fjárfest í útivistarpeysum handa þeim. Fyrirtækin eru Aðalbakarí, Siglósport, Videoval, Bíó Kaffi og Ó.H.K.