Tengt Siglufirði
Föstudagur 7. apríl 2006:> Fréttavefurinn Lífið á Sigló
Í fyrra dag birtist hér á síðunni Fréttavefurinn Lífið á Sigló - mynd af brennandi nótabátum. Þannig hurfu þeir í tugatali gömlu nótabátarnir á áramótabrennum Siglfirðinga um langt skeið. -- Það sama gerðist á öðrum helstu útgerðarstöðum landsins, Vestmannaeyjum, Keflavík, Akranesi, Ísafirði o.s.frv. --
Sennilega hafa íslensku nótabátarnir skipt hundruðum á árum síldarævintýrisins. Kannski þúsund? Og flestir brunnu þeir svo á áramótabrennum landsmanna eftir að kraftblökkin o.fl. leysti þá af hólmi.
Vitað
er um þrjá gamla báta, óbrunna en nær ónýta af fúa. -- En þrír aðrir eru varðveittir í allgóðu standi og sýndir í Bátahúsi Síldarminjasafnsins.
Þar er sá yngsti þeirra, hringnótabáturinn (frá 1955?) í viðgerð. Sveinn Þorsteinsson og Sigurður Benediktsson eru hér á mynd að endursmíða hluta af eikargrind í
stafni bátsins. Í vor verður hann orðinn fær í flestan sjó með nótinni um borð og öðrum tilheyrandi búnaði. Góður styrkur til þessa verkefnis fékkst frá
fjárlaganefnd Alþingis nú í vetur. ÖK -- Myndir hér neðar: Ljósmyndir: Sveinn Þorsteinsson